fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433Sport

Goðsögn upplifði martröð í fyrsta leik – Ásakaður um að vera í engu standi

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. október 2022 13:04

Marcelo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Marcelo var mikið gagnrýnd í vikunni eftir leik Olympiakos og Qarabag í Evrópudeildinni.

Marcelo skrifaði undir hjá gríska félaginu í sumar en hann er goðsögn hjá Real Madrid og lék þar í mörg ár.

Samningur Marcelo við Real rann út í sumar og skrifaði hann undir eins árs samning við Olympiakos.

Brassinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir Olympiakos á fimmtudag en hann kom inná sem varamaður á 60. mínútu í stöðunni 0-0.

Eftir innkomu Marcelo skoraði Qarabag þrjú mörk og vann að lokum 3-0 útisigur. Frammistaða bakvarðarins heillaði engan eftir innkomuna.

Marcelo er ásakaður um að vera í mjög slæmu standi en hann var að spila sinn fyrsta leik í fimm mánuði sem er hans afsökun.

Stuðningsmenn Olympiakos klöppuðu mikið er Marcelo kom við sögu í fyrsta sinn en urðu fyrir verulegum vonbrigðum að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband af óhappi í líkamsræktarstöð vekur athygli – Margir furða sig á að enginn hafi hjálpað

Myndband af óhappi í líkamsræktarstöð vekur athygli – Margir furða sig á að enginn hafi hjálpað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spreðaði 17 milljónum í afmæli í höfuðborginni – „Hann hefði fengið tíu ára fangelsi“

Spreðaði 17 milljónum í afmæli í höfuðborginni – „Hann hefði fengið tíu ára fangelsi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest

Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest