Leikmenn og starfsfólk ítalska stórliðsins Fiorentina hefur legið undir mikilli gagnrýni eftir leik við Hearts í Sambandsdeildinni í vikunni.
Leikið var á heimavelli Hearts í riðlakeppninni en Fiorentina hafði betur sannfærandi 3-0 á útivelli.
Framkoma leikmanna Fiorentina var þó ekki til fyrirmyndar er skoðað er klefa liðsins eftir leikinn við skoska félagið.
Þeir ítölsku voru ekki mikið í því að taka til eftir sig og mátti sjá rusl alls staðar á gólfinu í tómum klefa er þeir höfðu yfirgefið svæðið.
Skoskir miðlar sem og stuðningsmenn Hearts hafa gagnrýnt þessa framkomu harkalega og það skiljanlega.
Myndir af klefanum má sjá hér.