Jose Mourinho, stjóri Roma, missti af stórum áfanga í gær er hans menn töpuðu 2-1 gegn Real Betis í Evrópudeildinni.
Roma þurfti að sætta sig við tap á heimavelli í þessum leik og eru í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig eftir þrjá leiki.
Mourinho er við það að verða sigursælasti þjálfarinn í Evrópukeppnum en hann hefur unnið 106 leiki hingað til.
Það eru jafn margir leikir og Sir Alex Ferguson vann á sínum tíma sem stjóri Manchester United en hann hefur lagt þjálfarabókina á hilluna.
Mourinho þurfti aðeins að vinna leikinn í gær til að komast á toppinn en á eftir honum er Carlo Ancelotti með 105 sigra en hann er í dag stjóri Real Madrid.
Portúgalinn hefur unnið allar Evrópukeppnirnar hingað til og síðast Sambandsdeildina með einmitt Roma á síðustu leiktíð.