fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433Sport

Messi tjáir sig um hvað hann vill gera eftir að ferlinum lýkur

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. október 2022 11:30

Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi hefur tjáð sig um framtíð sína eftir knattspyrnuferilinn.

Argentíski snillingurinn er orðinn 35 ára gamall. Það er því farið að styttast í annan endann á glæstum knattspyrnuferli hans.

Messi hefur staðfest að Heimsmeistaramótið í Katar síðar á þessu ári verði það síðasta.

„Ég stefni ekki á það að verða þjálfari. Zinedine Zidane sagði samt akkúrat það. Hann varð þjálfari og vann Meistaradeildina þrisvar,“ segir Messi.

Þessi leikmaður Paris Saint-Germain útilokar þó alls ekki að starfa áfram í heimi knattspyrnunnar. Hann vill hins vear frekar starfa á bavið tjöldin.

„Mér finnst áhugavert að verða yfirmaður íþróttamála, að byggja upp lið og ráða þjálfara. Ég er hins vegar ekki viss,“ segir Lionel Messi.

Samningur Messi við PSG rennur út næsta sumar. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona, þaðan sem hann fór í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband af óhappi í líkamsræktarstöð vekur athygli – Margir furða sig á að enginn hafi hjálpað

Myndband af óhappi í líkamsræktarstöð vekur athygli – Margir furða sig á að enginn hafi hjálpað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Spreðaði 17 milljónum í afmæli í höfuðborginni – „Hann hefði fengið tíu ára fangelsi“

Spreðaði 17 milljónum í afmæli í höfuðborginni – „Hann hefði fengið tíu ára fangelsi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest

Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest