fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433Sport

„Hárrétt“ ákvörðun að láta Hannes fara segir Heimir Guðjóns

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson hefði viljað ganga lengra í endurnýjun á leikmannahópi karlaliðs Vals síðasta vetur. Hann ræðir þetta í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark.

Heimir var látinn fara frá Val á miðju tímabili eftir dapurt gengi. Ólafur Jóhannesson tók við.

Einhverjar breytingar urðu á leikmannahópi Vals síðasta vetur, þar sem meðal annars var ákveðið að láta markvörðinn Hannes Þór Halldórsson fara.

„Það var hárrétt,“ segir Heimir um þá ákvörðun, en hún þótti umdeild.

„Það er þannig með erfiðar ákvarðanir að það eru ekkert allir sáttir við þær, hvort sem það eru stjórnarmenn, þjálfarar, leikmenn eða fólkið sem mætir á völlinn.“

Heimir hefði viljað fara í meiri endurnýjun á leikmannahópi Vals fyrir tímabil.

„Ef þú ætlar að gera þessar breytingar þá er betra að fara alla leið og klára þetta, byrja svo að byggja upp aftur. Það getur tekið einhvern tíma.

Ég hefði viljað fara lengra og klára það og svo fara af stað aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Elmar Atli fékk væga refsingu fyrir veðmálabrot sín

Elmar Atli fékk væga refsingu fyrir veðmálabrot sín
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fáir tóku eftir þessu á sunnudag – Var við það að kafna þegar konfetti fór upp í hann

Fáir tóku eftir þessu á sunnudag – Var við það að kafna þegar konfetti fór upp í hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirgefur starf í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstefstu deild í Sádi-Arabíu

Yfirgefur starf í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstefstu deild í Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“
433Sport
Í gær

Þetta hafa veðbankar að segja um möguleika Strákanna okkar

Þetta hafa veðbankar að segja um möguleika Strákanna okkar
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfari Van Dijk leysir frá skjóðunni um hvað hann sagðist vilja gera í sumar

Landsliðsþjálfari Van Dijk leysir frá skjóðunni um hvað hann sagðist vilja gera í sumar