fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433Sport

Kvennalandsliðið æfir á Algarve og bíður þess að fá að vita hver mótherjinn verður – Staðan á hópnum góð

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 15:30

Agla María skoraði. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur í ljós á morgun hvort íslenska kvennalandsliðið mæti Portúgal eða Belgíu í leik um sæti á HM á næsta ári. Íslenska liðið æfir á Algarve í Portúgal, þar sem það undirbýr sig fyrir leikinn.

Portúgal og Belgía leika annað kvöld. Sigurvegarinn mætir Íslandi á heimavelli í umspili um sæti á HM.

Ísland tók fyrstu æfinguna á Algarve í morgun.

„Staðan á hópnum er þokkaleg. Það er smá þreyta eftir álag undanfarið, nokkrir leikmenn að spila í deild og Meistaradeild. Það var nokkuð létt æfing hjá sumum og smá keyrsla hjá öðrum,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, við KSÍ TV.

„Við erum að æfa einu sinni á dag, æfum á morgun og föstudag, tökum svo rólegan laugardag.“

Portúgal verður á heimavelli í leiknum gegn Belgíu.

„Davíð Snorri verður í Portúgal, horfir á leikinn þar. Hann kemur svo beint yfir til okkar og leikgreinir leikinn og við förum yfir það á föstudagskvöldið með leikmönnum, sýnum styrkleika og veikleika og að hluta til hvernig við ætlum að gera hlutina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fær morðhótanir af því hann er hommi

Fær morðhótanir af því hann er hommi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal opnar samtalið við sinn besta leikmann

Arsenal opnar samtalið við sinn besta leikmann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti fengið bann á Instagram fyrir þessar myndir – Gegnsæ nærföt

Gæti fengið bann á Instagram fyrir þessar myndir – Gegnsæ nærföt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Elmar Atli fékk væga refsingu fyrir veðmálabrot sín

Elmar Atli fékk væga refsingu fyrir veðmálabrot sín
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aron Einar nánast útilokar það að spila með Þór á Íslandi í sumar

Aron Einar nánast útilokar það að spila með Þór á Íslandi í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kristinn Freyr framlengir á Hlíðarenda – „Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val“

Kristinn Freyr framlengir á Hlíðarenda – „Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill nýjan samning og vera í spænsku höfuðnborginni til fertugs

Vill nýjan samning og vera í spænsku höfuðnborginni til fertugs
433Sport
Í gær

Yfirgefur starf í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstefstu deild í Sádi-Arabíu

Yfirgefur starf í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstefstu deild í Sádi-Arabíu