Apollon Limassol á Kýpur reynir nú að klófesta Hólmar Örn Eyjólfsson varnarmann Rosenborg og er félagið tilbúið að kaupa hann frá norska stórveldinu. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.
Hólmar hefur samkvæmt heimildum nokkurn áhuga á því að yfirgefa Rosenborg og hefur hann verið sterklega orðaður við heimkomu.
FH og Valur hafa þannig mikinn áhuga á að krækja í Hólmar sem er 31 árs gamall og hefur átt farsælan 13 ára feril í atvinnumennsku.
Apollon Limassol situr í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar í Kýpur en liðið hefur í þrígang orðið meistari. Liðið hefur níu sinnum orðið bikarmeistari.
Hólmar á að baki 19 A-landsleiki en hann tók þá ákvörðun á síðasta ári að hætta að gefa kost á sér í landsliðið.