fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Hannes Þór hafnaði Leikni – Óvíst hvaða skref hann tekur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 10:09

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson fyrrum markvörður íslenska landsliðsins hefur hafnað því að ganga í raðir Leiknis. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Leiknir hafði undanfarið reynt að sannfæra Hannes um að ganga í raðir uppeldisfélagsins. Hannes og Valur sömdu um starfslok á dögunum.

Hannes hefur ekki gefið það út hvort hann haldi áfram í fótbolta eða hætti alfarið. Hins vegar er ljóst að hann mun ekki ganga í raðir Leiknis.

Ekki náðist í Hannes Þór við vinnslu fréttarinnar.

Leiknir hafði vonast til að fá Hannes heim í Breiðholt þar sem hann hóf feril sinn ungur að árum. Hannes lét forráðamenn Leiknis vita í vikunni að hann myndi ekki takta tilboði félagsins.

Hannes er besti markvörður í sögu Íslands en hann hætti að leika með landsliðinu síðasta haus. Hannes er 37 ára gamall. Hann á að baki 205 leiki í efstu deild hér á landi, hann hefur orðið Íslandsmeistari í þrígang og bikarmeistari í tvígang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni
433Sport
Í gær

Willian að snúa aftur

Willian að snúa aftur
433Sport
Í gær

Fer frá United og aftur til Hollands

Fer frá United og aftur til Hollands