fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
433Sport

Bull að stuðningsmenn United hafi komið í veg fyrir skiptin – Áhugi sumarsins staðfestur

Victor Pálsson
Föstudaginn 30. september 2022 21:10

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United reyndi í sumar að semja við sóknarmanninn Marko Arnautovic sem þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar.

Arnautovic gerði vel með Stoke og West Ham á sínum tíma áður en hann hélt til Kína og síðar Bologna á Ítalíu.

Framherjinn leikur með Bologna í dag en hann er 33 ára gamall og er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.

Um tíma var talið að mótmæli stuðningsmanna Man Utd hafi komið í veg fyrir skiptin til Manchester en það er ekki rétt.

Það segir Marco Di Vaio, yfirmaður knattspyrnumála Bologna, en stuðningsmenn Man Utd voru margir alls ekki hrifnir af því að fá leikmanninn á Old Trafford.

,,Við höfum náð að vinna vel með Marko. Við höfum alltaf undirstrikað hversu mikið við treystum honum,“ sagði Di Vaio.

,,Juventus sendi aldrei inn alvöru beiðni en Manchester United gerði það svo sannarlega. United hætti ekki að reyna vegna stuðningsmannana, það var vegna þess að Marko vissi hversu mikilvægur hann væri fyrir verkefnið hjá Bologna.“

,,Hann kom fram eins og alvöru sigurvegari, hann áttaði sig á hversu mikilvægur hann var fyrir Bologna og borgina. Hann hjálpar ungum leikmönnum og er smá ‘enskur’ í hvernig hann kemur fram. Hann gefur okkur allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Reksturinn í Eyjum áfram erfiður – Skulda aðalstjórn vel yfir 100 milljónir

Reksturinn í Eyjum áfram erfiður – Skulda aðalstjórn vel yfir 100 milljónir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar hrósar Strákunum okkar – „Þetta er núllpunktur“

Arnar hrósar Strákunum okkar – „Þetta er núllpunktur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnar frábæru boði frá London

Hafnar frábæru boði frá London
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dyrnar standa opnar fyrir Salah

Dyrnar standa opnar fyrir Salah
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sádarnir vilja einn besta varnarmann enska boltans í sumar

Sádarnir vilja einn besta varnarmann enska boltans í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Miðasala í Murcia er í fullum gangi

Miðasala í Murcia er í fullum gangi
433Sport
Í gær

Taprekstur á Akureyri sem skilaði titli – Bónusar til leikmanna hluti af þeirri ástæðu

Taprekstur á Akureyri sem skilaði titli – Bónusar til leikmanna hluti af þeirri ástæðu
433Sport
Í gær

Bjóða Angel 18 milljónir á viku en það dugar líklega ekki til

Bjóða Angel 18 milljónir á viku en það dugar líklega ekki til