Benjamin Pavard, leikmaður Bayern Munchen, segir að hann hafi glímt við erfitt þunglyndi er COVID-19 var upp á sitt versta og fólk var reglulega sett í einangrun.
Pavard er landsliðsmaður Frakklands og spilar þar í hægri bakverði en hann upplifði erfiða tíma í byrjun árs 2020.
Í dag getur Pavard viðurkennt að hann hafi glímt við þunglyndi en um tíma voru æfingar settar í pásu og þurftu knattspyrnumenn að finna sér aðra hluti að gera.
,,Í hausnum á mér þá var ekki í lagi. Í byrjun þá telurðu að þetta gangi yfir en svo heldur þetta áfram og þú getur ekki æft með bros á vör,“ sagði Pavard.
,,Eins og allir aðrir þá er ég mannlegur og jafnvel þó að ég eigi fallegt hús með líkamsræktarstöð þá þarf ég á mannlegum samskiptum að halda.“
,,Ég vaknaði á morgnana og var með enga matarlyst. Ég reyndi að sjá um sjálfan mig, elda og horfa á sjónvarpsþætti.“
,,Mér líkar ekki við orðið þunglyndi en þetta var það. Ég faldi þetta frá öllum en í dag líður mér mun betur, ég kom úr þessu sem betri maður.“