fbpx
Sunnudagur 23.mars 2025
433Sport

Ræddu ruglið í KR – „Reyndi að verjast en fékk alltaf allt til baka í andlitið“

433
Sunnudaginn 25. september 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik, settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á föstudögum á Hringbraut. Hann sat þar með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og fóru yfir fréttir vikunnar. Að sjálfsögðu var ástandið í Vesturbæ rætt en kvennalið KR litaði íþróttafréttavikuna.

„Þarna virðist vera eitthvað rótgróið vandamál í kringum kvennaknattspyrnuna í KR og Palli formaður knattspyrnudeildarinnar reyndi að verjast en fékk alltaf allt til baka í andlitið. Það kom alltaf gagnhögg. Þetta er eitthvað sem KR er að leysa bakvið tjöldin, ímynda ég mér,“ sagði Hörður.

Benedikt Bóas, umsjónarmaður þáttarins, benti á að það var ekki bara eitt vandamál sem kom upp á yfirborðið heldur allt og sagði að frá sínum bæjardyrum séð væri stóra börumálið verið dropinn sem fyllt mælinn. „Þær mæta á æfingar í sumar og þær komast ekki inn í klefann sinn og það virðist vanta viljann í verkið hjá KR,“ bætti Hörður við.

Það er mikill uppgangur í kvennaboltanum. Ekki bara út í hinum stóra heimi heldur einnig hér á Íslandi. Því er þetta KR mál stórt skref aftur á bak. Ólafur benti á að það sé aldrei gott þegar hlutirnir sem hægt sé að leysa innanhúss fljóti upp á yfirborðið. „Auðvitað á þetta að vera í lagi og á að leysa innanhús en þetta börumál virðist hafa sett af stað einhverja skriðu þar sem fólk loftaði aðeins út.

Ég vona þó KR-inga vegna og allra vegna að þeir leysi málið innanhús og fái ró og frið og stelpunum sé sýnd virðing til jafns við karlana,“ segir Ólafur.

Hörður tók viðtal við Lúðvík S. Georgsson formann KR í vikunni sem lét gamninn geysa um félagið. „Hann sagði mér eiginlega í óspurðum fréttum að fjárhagsstaða KR í fótbolta og körfubolta væri slæm. Mjög slæm. Hann taldi Covid vera ástæðu þess en ég leyfi mér að efast um þær fullyrðingar.

Það eru mörg vandmál hjá KR og í mörgum hornum.“

Hægt er að horfa á allt innslagið hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiður Smári fékk mínútur þegar goðsagnirnar mættust – Sjáðu magnað skallamark og fagnið sem vakti heimsathygli

Eiður Smári fékk mínútur þegar goðsagnirnar mættust – Sjáðu magnað skallamark og fagnið sem vakti heimsathygli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjörnurnar mættu og sáu Gunnar Nelson snúa aftur á stóra sviðið – ,,Ef ég tjái mig þá er ég í vandræðum“

Stjörnurnar mættu og sáu Gunnar Nelson snúa aftur á stóra sviðið – ,,Ef ég tjái mig þá er ég í vandræðum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot náði ekki að sannfæra Trent

Slot náði ekki að sannfæra Trent
433Sport
Í gær

Kane hissa á ráðningunni: ,,Ég var ekki að búast við þessu“

Kane hissa á ráðningunni: ,,Ég var ekki að búast við þessu“
433Sport
Í gær

Lætur Kára fá það óþvegið fyrir ummæli sín í beinni – „Kári Árnason litli kall“

Lætur Kára fá það óþvegið fyrir ummæli sín í beinni – „Kári Árnason litli kall“
Hide picture