fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
433Sport

Hrósar Heimi í hástert – Eru í dauðafæri

433
Laugardaginn 24. september 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson tók við sem þjálfari Jamaíku í vikunni. Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik, settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á föstudögum á Hringbraut. Hann sat þar með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og fóru yfir fréttir vikunnar, meðal annars ráðningu Heimis.

„Mér finnst frábært að Heimir sé kominn aftur með flautu og skeiðklukku og sé farinn að þjálfa. Hann er góður þjálfari og góður drengur. Ég er alveg sannfærður að Heimir á eftir að plumma sig vel á Jamaíka og það verður spennandi að fylgjast með,“ sagði Ólafur.

Benedikt Bóas, umsjónarmaður þáttarins horfaði á blaðamannafund Heimis þar sem Heimir benti á að landsliðið væri skipað mörgum atvinnumönnum sem ættu skilið góða umgjörð. „Þeir eru í algjöru dauðafæri á Heimsmeistaramótinu 2026. Þjóðirnar sem Jamaíka hefur verið að mæta í umspili eru með öruggan miða þangað, bæði Bandaríkin og Kanada þannig ég sé þetta sem frábært skref,“ sagði Hörður

Jamaíka hefur einu sinni komist á HM, þegar það var haldið í Frakklandi árið 1998. Leikmannahópurinn samanstendur af mörgum fínum leikmönnum og möguleikarnir að komast á HM í Bandaríkjunum ekki ómögulegir.

Ólafur benti á að Heimir væri ekki aðeins góður þjálfari heldur væri hann frábær að koma skipulagi á hlutina. „Það eru miklir íþróttamenn sem koma frá Jamaíka. Fyrir utan að vera góður þjálfari þá er Heimir mjög sterkur í því að vinna skipulega og setja skipulag á hlutina. Þeir hafa kannski ekki verið þekktastir fyrir það að hafa strúktur og röð og reglu á hlutunum. Það er fyrsta verkið að skapa vinnukúltur sem verður landsliðinu til framdráttar. Þar er hann mjög sterkur og ég hef fulla trú að hann selji leikmönnum þær hugmyndir sem hann hefur,“ segir Ólafur.

Hægt er að horfa á allt innslagið hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Szoboszlai fékk pillu frá leikmanni Real – ,,Þessi gaur er brandari“

Szoboszlai fékk pillu frá leikmanni Real – ,,Þessi gaur er brandari“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að hann hafi litið út eins og hann væri 230 sentímetrar – ,,Algjört skrímsli“

Segir að hann hafi litið út eins og hann væri 230 sentímetrar – ,,Algjört skrímsli“
Hide picture