fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
433Sport

Toney ekki með í kvöld – Fjórir aðrir uppi í stúku í leiknum mikilvæga

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 11:00

Ivan Toney / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivan Toney verður ekki með enska landsliðinu gegn Ítalíu í Þjóðadeildinni í kvöld samkvæmt helstu miðlum á Englandi.

Framherjinn var valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn í síðustu viku. Hann verður hins vegar einn af fimm leikmönnum sem verða ekki með gegn Ítalíu í kvöld.

Hinir eru Marc Guehi, Ben Chilwell, Jordan Henderson og John Stones, sem er þó í banni.

Toney hefði getað valið að spila fyrir lærisveina Heimis Hallgrímssonar í Jamaíka vegna fjölskyldutengsla þar. Hann hefur þó tekið ákvörðun um að leika fyrir hönd Englands, þar sem hann fæddist, í landsliðaboltanum.

England mætir Þýskalandi á mánudag. Vonast Toney til að fá sénsinn til að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Englands hönd þar.

Enska liðið er á botni riðils síns í A-deild Þjóðadeildarinnar, þremur stigum á eftir Ítölum. Liðið getur því fallið niður í B-deild með tapi í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enski bikarinn: Fulham niðurlægt á heimavelli

Enski bikarinn: Fulham niðurlægt á heimavelli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Herra Víkingur leggur skóna á hilluna – ,,Takk fyrir mig og mín var ánægjan“

Herra Víkingur leggur skóna á hilluna – ,,Takk fyrir mig og mín var ánægjan“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kjartan spurður út í framtíðina – „Einhvern tímann vill maður verða aðal“

Kjartan spurður út í framtíðina – „Einhvern tímann vill maður verða aðal“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lét 19 ára strák heyra það áður en hann var rekinn – ,,Hver heldurðu að þú sért?“

Lét 19 ára strák heyra það áður en hann var rekinn – ,,Hver heldurðu að þú sért?“
433Sport
Í gær

Sagður ætla að yfirgefa Ronaldo og Mane eftir eitt ár

Sagður ætla að yfirgefa Ronaldo og Mane eftir eitt ár
433Sport
Í gær

Vill ekki snúa aftur til Manchester í sumar

Vill ekki snúa aftur til Manchester í sumar
433Sport
Í gær

Vekja athygli á tölfræði Sveindísar Jane

Vekja athygli á tölfræði Sveindísar Jane
433Sport
Í gær

Guardiola vildi lítið segja

Guardiola vildi lítið segja