fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
433Sport

Áhorfendamet verður sett í Lundúnum á morgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 17:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búist við því að met verði sett í áhorfendafjölda í ensku Ofurdeildinni, efstu deild kvenna, á morgun þegar Arsenal tekur á móti Tottenham á Emirates-vellinum í Lundúnum.

Um erkifjendaslag er að ræða. Leikurinn er liður í annari umferð Ofurdeildarinnar, en bæði lið unnu leiki sína í fyrstu umferð.

Metið á leik í Ofurdeildinni nú er 38.262. Kom það einmitt í leik þessara liða á heimavelli Tottenham árið 2019.

Það er ljóst að metið verður slegið og rúmlega það á morgun. Í gær var greint frá því að yfir 50 þúsund miðar væru seldir.

Emirates-völlurinn tekur rétt rúmlega 60 þúsund manns og verður því svo gott sem uppselt á leikinn á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 12:30 á morgun að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enski bikarinn: Fulham niðurlægt á heimavelli

Enski bikarinn: Fulham niðurlægt á heimavelli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Herra Víkingur leggur skóna á hilluna – ,,Takk fyrir mig og mín var ánægjan“

Herra Víkingur leggur skóna á hilluna – ,,Takk fyrir mig og mín var ánægjan“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kjartan spurður út í framtíðina – „Einhvern tímann vill maður verða aðal“

Kjartan spurður út í framtíðina – „Einhvern tímann vill maður verða aðal“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lét 19 ára strák heyra það áður en hann var rekinn – ,,Hver heldurðu að þú sért?“

Lét 19 ára strák heyra það áður en hann var rekinn – ,,Hver heldurðu að þú sért?“
433Sport
Í gær

Sagður ætla að yfirgefa Ronaldo og Mane eftir eitt ár

Sagður ætla að yfirgefa Ronaldo og Mane eftir eitt ár
433Sport
Í gær

Vill ekki snúa aftur til Manchester í sumar

Vill ekki snúa aftur til Manchester í sumar
433Sport
Í gær

Vekja athygli á tölfræði Sveindísar Jane

Vekja athygli á tölfræði Sveindísar Jane
433Sport
Í gær

Guardiola vildi lítið segja

Guardiola vildi lítið segja