Það var aldrei vilji Aaron Ramsey að yfirgefa Arsenal árið 2019 og semja við ítalska félagið Juventus.
Ramsey segir sjálfur frá þessu í samtali við the Times en hann fór til Juventus á frjálsri sölu eftir 11 ár hjá Arsenal.
Arsenal hafði boðið Ramsey samning sem hann var til í að samþykkja en félagið ákvað svo að draga boðið til baka.
,,Ég var búinn að samþykkja samning sem Arsenal bauð mér. Svo var allt hljótt í nokkrar vikur,“ sagði Ramsey.
,,Ég sagði við umboðsmanninn minn að við ættum að láta verða af þessu en svo allt í einu var samningurinn ekki á borðinu.“
,,Það voru margar breytingar að eiga sér stað með nýjum stjóra sem kom inn. Ég skil ekki neitt, ég veit ennþá ekki hvað gerðist.“