Mark Noble er að snúa aftur til West Ham sem íþróttastjóri hjá félaginu.
Hinn 35 ára gamli Noble er goðsögn hjá West Ham, en hann lagði skóna á hilluna í vor sem leikmaður félagsins.
Hann mun vinna náið með David Moyes, stjóra West Ham, í nýja starfinu.
Noble lék á ferli sínum 550 leiki með West Ham. Hann skoraði 62 mörk og lagði upp önnur 60 í þeim.
Þá lék Noble 20 A-landsleiki fyrir Englands hönd á ferlinum.