fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

United og Liverpool fá samkeppni innan Englands og frá Spáni – Dortmund gæti heimtað 21 milljarð

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund, er gríðarlega eftirsóttur. Í dag segir The Athletic frá stöðu leikmannsins og baráttunni sem framundan er um hann næsta sumar.

Það er talið líklegt að hinn 19 ára gamli Bellingham yfirgefi Dortmund fyrir stærra félag næsta sumar.

Real Madrid, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Chelsea hafa öll áhuga á enska miðjumanninum og gætu reynt við hann næsta sumar.

Það verður hins vegar ekki auðvelt að fá hann. Talið er að Dortmund meti hann á um 150 milljónir evra.

Í núgildandi samningi leikmannsins, sem rennur út eftir þrjú ár, er enginn klásúla sem gerir félögum kleift að kaupa hann fyrir ákveðna upphæð, líkt og var í tilfelli Erling Braut Haaland, sem fór til Manchester City í sumar.

Dortmund getur því leyft sér að biða um háar fjárhæðir fyrir Bellingham. Þó kemur einnig fram að þýska félagið hafi áhuga á að framlengja við leikmanninnn unga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Grét þegar hann fékk tækifæri með aðalliðinu í fyrsta sinn – ,,Ég hefði hlegið“

Grét þegar hann fékk tækifæri með aðalliðinu í fyrsta sinn – ,,Ég hefði hlegið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikkonan heimsfræga birti athyglisverða færslu eftir leik Arsenal – ,,Velkominn til baka“

Leikkonan heimsfræga birti athyglisverða færslu eftir leik Arsenal – ,,Velkominn til baka“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Guðni leggur skóna á hilluna vegna meiðsla

Jón Guðni leggur skóna á hilluna vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jökull: „Mér finnst rosalega leiðinlegt að hafa önnur lið sem eitthvað viðmið“

Jökull: „Mér finnst rosalega leiðinlegt að hafa önnur lið sem eitthvað viðmið“
433Sport
Í gær

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“
433Sport
Í gær

Viðurkennir að traustið sé farið

Viðurkennir að traustið sé farið