Gabriel Jesus var nokkuð óvænt ekki valinn í nýjasta landsliðshóp Brasilíu eftir góða frammistöðu með Arsenal á tímabilinu.
Jesus samdi við Arsenal í sumar frá Manchester City og hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur þrjú í fyrstu sjö deildarleikjum sínum.
Tite, landsliðsþjálfari Brasilíu, ákvað hins vegar að velja Jesus ekki í landsliðshópinn fyrir verkefni gegn Gana og Túnis.
,,Ég virði ákvörðunm stjórans mikið. Ég virði Tite og allt starfsmannaliðið,“ sagði Jesus í samtali við ESPN.
,,Ég er Brasilíumaður og mun alltaf halda með þeim og ég virði aðra leikmenn sem eru með mikil gæði.“
,,Ég mun halda áfram að gera mitt besta til að fá tækifærið aftur.“