fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
433Sport

Ísak, Hákon og Orri ekki fyrstu Íslendingarnir sem spila fyrir Neestrup

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 13:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jess Thorup var rekinn frá FC Kaupmannahöfn í gær og tók Jacob Neestrup, sem var aðstoðarmaður Thorup, við starfi hans.

Neestrup er einhverjum Íslendingum kunnur en hann lék með FH frá 2010 til 2011.

Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson leika með FCK.

Þeir verða ekki fyrstu Íslendingarnir sem leika undir stjórn Neestrup en það gerði Ingvar Jónsson um stutt skeið árið 2019.

Neestrup tók við Viborg sumarið 2019. Það er eina félagið sem hann hefur verið aðalþjálfari hjá, þar til í gær þegar hann tók við FCK.

Ingvar Jónsson var þarna á mála hjá Viborg, sem lék í B-deildinni. Hann fór hins vegar heim til Íslands og gekk í raðir Víkings Reykjavík í kringum áramótin 2019-2020.

Ingvar lék sjö deildarleiki undir stjórn Neestrup í Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

40 þúsund manns létu sjá sig til að styðja unglingana

40 þúsund manns létu sjá sig til að styðja unglingana
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu mark Saka í endurkomunni eftir stórkostlega stoðsendingu Martinelli

Sjáðu mark Saka í endurkomunni eftir stórkostlega stoðsendingu Martinelli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Valdi fimm verstu leikvanga Englands – „Leikvangurinn er eins og félagið, sálarlaust“

Valdi fimm verstu leikvanga Englands – „Leikvangurinn er eins og félagið, sálarlaust“
433Sport
Í gær

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn