fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Haaland fékk óþægilegar spurningar í Noregi – „Ég get ekki tjáð mig um þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, var spurður út í eigendur félagsins á blaðamannafundi í Noregi dag fyrir landsliðsverkefni.

Eigendur City, sem koma frá Abu Dhabi, hafa verið sakaðir um mannréttindabrot og að nota íþróttir til að hylma yfir með þeim, svokallaðan hvítþvott í íþróttum (e. sports washing).

Fjölmiðlamaður minntist á þetta við Haaland á blaðamannafundinum og spurði leikmanninn unga um hvað honum finndist um eigendurna.

„Í fyrsta lagi hef ég aldrei hitt þá. Ég þekki þá ekki svoleiðis. Þetta eru stórar ásakanir sem þú kemur með þarna. Ég get ekki tjáð mig mikið um þetta, það væri óþægilegt,“ svaraði Haaland.

Aftur minnstist spyrill á það að eigendur City hafi verið sakaður um að hvítþvott og að kaupin á honum hafi verið hluti af honum. Haaland var spurður út í hvað honum finndist um þetta.

„Ég hef haldið með City allt mitt líf. Pabbi spilaði þarna. Ég hef skorað fjórtán mörk og er að hugsa um íþróttahliðina. Ég tók ákvörðun um að koma hingað vegna þjálfara, leikmanna og annars, það er það sem ég var að hugsa,“ segir Haaland.

Hann var spurður út í það hvort leikmenn ræddu almennt hvítþvott í íþróttum. Haaland sagðist mjög meðvitaður um hvað það þýddi.

Stale Solbakken, þjálfari Noregs, ræddi málefnið einnig en sagði erfitt fyrir leikmenn að taka ábyrgð á gjörðum eigenda félaga.

„Enska úrvalsdeildin samþykkir Manchester City. Þetta er miklu stærri spurning heldur en fyrir einstaklinga að svara, hvort sem það er Pep Guardiola, Kevin De Bruyne eða Erling Haaland.

Þetta er mun stærra pólitískt vandamál heldur en að einstaklingar geti svarað fyrir þetta.“

Noregur mætir Slóveníu á laugardag og Serbíu þremur dögum síðar í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

De Bruyne í viðræðum við lið í næst efstu deild í Sádí Arabíu

De Bruyne í viðræðum við lið í næst efstu deild í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot fagnar því að dómarar viðurkenni mistök í gær

Slot fagnar því að dómarar viðurkenni mistök í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru þeir sjö aðilar sem komu að því að kaupa Hafliða og Magnús út

Þetta eru þeir sjö aðilar sem komu að því að kaupa Hafliða og Magnús út
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Í gær

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu