fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Svona er að vinna með Arteta: ,,Ýtti við mér og sagðist ekki vilja sjá þetta“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 21:46

Mikel Arteta og Kieran Tierney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matt Turner, markvörður Arsenal, hefur lýst því hvernig er að vinna með Mikel Arteta, stjóra liðsins, sem er vinsæll á Emirates.

Turner er Bandaríkjamaður og gekk í raðir Arsenal í sumar en hann er varamarkvörður fyrir Aaron Ramsdale.

Turner var vanur öðruvísi umhverfi í Bandaríkjunum en eftir ein mistök á æfingu áttaði hann sig á því hvernig stjóri Arteta væri.

,,Þetta var ein af mínum fyrstu æfingum og ég missti boltann, við vorum að halda honum á milli liða og staðan var mjög jöfn,“ sagði Turner.

,,Ég reyndi að gefa boltann en án árangurs og varð augljóslega mjög pirraður. Ég var í uppnámi en Arteta kom þá á svæðið og ýtti við mér. ‘Ég vil ekki sjá þetta, ég vil ekki sjá svona viðbrögð, ég vil sjá þig rífa þig í gang og halda áfram!’

,,Það segir mikið um andlega hlið félagsins, sama hvað gerist þá heldurðu áfram, allt er í góðu. Þetta snýst um hvernig þú bregst við, ekki um mistökin. Þetta var frábær augnablik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

De Bruyne í viðræðum við lið í næst efstu deild í Sádí Arabíu

De Bruyne í viðræðum við lið í næst efstu deild í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot fagnar því að dómarar viðurkenni mistök í gær

Slot fagnar því að dómarar viðurkenni mistök í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru þeir sjö aðilar sem komu að því að kaupa Hafliða og Magnús út

Þetta eru þeir sjö aðilar sem komu að því að kaupa Hafliða og Magnús út
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Í gær

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu