Matt Turner, markvörður Arsenal, hefur lýst því hvernig er að vinna með Mikel Arteta, stjóra liðsins, sem er vinsæll á Emirates.
Turner er Bandaríkjamaður og gekk í raðir Arsenal í sumar en hann er varamarkvörður fyrir Aaron Ramsdale.
Turner var vanur öðruvísi umhverfi í Bandaríkjunum en eftir ein mistök á æfingu áttaði hann sig á því hvernig stjóri Arteta væri.
,,Þetta var ein af mínum fyrstu æfingum og ég missti boltann, við vorum að halda honum á milli liða og staðan var mjög jöfn,“ sagði Turner.
,,Ég reyndi að gefa boltann en án árangurs og varð augljóslega mjög pirraður. Ég var í uppnámi en Arteta kom þá á svæðið og ýtti við mér. ‘Ég vil ekki sjá þetta, ég vil ekki sjá svona viðbrögð, ég vil sjá þig rífa þig í gang og halda áfram!’
,,Það segir mikið um andlega hlið félagsins, sama hvað gerist þá heldurðu áfram, allt er í góðu. Þetta snýst um hvernig þú bregst við, ekki um mistökin. Þetta var frábær augnablik.“