Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona og pólska landsliðsins, mun bera fyrirliðaband í litum Úkraínu á HM í Katar síðar á þessu ári.
Fyrirliðabandið var gefið Lewandowski af Andriy Shevchenko, fyrrum landsliðsfyrirliða Úkraínu.
Lewandowski mun bera bandið til að sýna úkraínsku þjóðinni stuðning vegna innrásar Rússa í landið.
Pólland verður í riðli með Argentínu, Sádi-Arabíu og Mexíkó á HM í Katar. Liðið hefur leik þann 22. nóvember, gegn Mexíkó.
Úkraína komst ekki á HM. Liðið tapaði gegn Skotlandi í umspilinu um að komast á mótið.
Hér að neðan má sjá þegar Shevchenko afhendir Lewandowski fyrirliðabandið sem um ræðir.
Robert Lewandowski will wear a Ukrainian captain’s armband given to him by Andriy Shevchenko at the World Cup later this year 💛
(via _rl9/IG) pic.twitter.com/If2zO19lzY
— ESPN FC (@ESPNFC) September 20, 2022