fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Opnar sig um framkomu fyrrum vinnuveitenda í dönskum miðlum – „Í raun get ég bara hlegið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Braithwaite yfirgaf raðir Barcelona í sumar og hélt til nágranna þeirra í Espanyol. Börsungar reyndu hvað þeir gátu að losna við hann og það tókst að lokum. Stuðningsmenn komu illa fram við hann undir það síðasta.

„Ég veit ekki hvort ég hafi tekið þessu eins og einelti. En ég held það sé samt alltaf mikilvægt að hugsa um andlegu hliðina hjá öðru fólki,“ segir Braithwaite við danska fjölmiðilinn Ekstra Bladet.

„Í raun get ég bara hlegið að mörgu af því sem gekk á á bakvið tjöldin.“

„Ég tel mig hafa svarað gagnrýnendum mínum. Ég var markahæstur á síðustu leiktíð áður en ég meiddist.“

Braithwaite gekk í raðir Börsunga í byrjun árs árið 2019. Xavi tók við stjórn Börsunga í fyrra og var danski framherjinn aldrei í hans plönum.

„Það var skipt um stjóra og hann vildi eitthvað annað. Það er hluti af fótbolta og lífinu. Xavi trúði ekki á mig svo ég þurfti að fara.“

Braithwaite hefur farið vel af stað með Espanyol og skorað tvö mörk í tveimur leikjum. Hann hlakkar til að mæta sínu fyrrum liði.

„Þegar ég spila við Barca vil ég fara út á völlinn og vinna. Ég ræð því ekki hvernig stuðningsmenn munu taka á móti mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum