Nicolas Schindelholz knattspyrnumaður frá Sviss er látinn aðeins 34 ára aldri. Schindelholz hafði í tvö ár barist við krabbamein.
Meinið hafði að endingu betur en Schindelholz hafði lagt knattspyrnuskóna á hilluna, það gerði hann í kjölfarið á því að meinið fannst.
Tilkynnt var um andlát Schindelholz eftir leik FC Aarau og Basel en Schindelholz hafði síðast spilað fyrir FC Aarau.
Áður lék Schindelholz með FC Thun en hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.
„Fyrrum varnarmaður okkar Nicolas Schindelholz lést af krabbameini aðeins 34 ára. FC Aarau sendir samúðarkveðjur til ættingja og vonar að þau fái styrk á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingu.