Jules Kounde, leikmaður Barcelona, bauð upp á ansi skemmtilegt tíst í gær er hann svaraði aðdáanda.
Barcelona er eins og flestir vita í miklum fjárhagsvandræðum og hafa sumir leikmenn ekki fengið borguð laun í dágóðan tíma.
Kounde er einn af þeim sem komu til Barcelona í sumar en hann gekk í raðir félagsins frá Sevilla.
,,Ertu ekki búinn að fá launin þín ennþá?“ var Kounde spurður að í gær og ákvað að svara þessari spurningu.
Kounde tekur fram að hann sé að fá borgað á réttúm tíma og að fullu mögulega annað en aðrir leikmenn liðsins.
,,Takk fyrir áhyggjurnar,“ bætti Kounde við og bauð upp á ágætis grín eins og má sjá hér fyrir neðan.