Aminata Diallo fyrrum leikmaður PSG fór á Google og leitaði að því hvernig ætti að brjóta hnéskel og hvernig ætti að blanda hættulegan lyfjakokteil áður en ráðist var á samherja hennar á síðasta ári.
Þetta kemur fram í gögnum úr síma hennar sem lögregla fór í gegnum en Kheira Hamraoui var sú sem ráðist var á en hún og Diallo voru að keppast um stöðu á miðsvæðinu hjá PSG.
Í fréttum í Frakklandi segir að Diallo hafi ráðið tvo grímuklædda menn til að meiða Hamraoui og þannig minnka samkeppnina hjá franska félaginu. Hefur hún verið ákærð ímálinu.
Sagt er í fréttum að árásarmennirnir hafi dregið Hamraoui út úr bíl hennar. Þá eiga þeir að hafa lamið hana með járnröri og sparkað í lappirnar á henni. Árásin átti sér stað á síðast aári
Hamraoui var flutt á sjúkrahús í París, slösuð á bæði fótum og höndum.