Paul Pogba hefur verið yfirheyrður af lögreglu eftir að bróðir hans og fleiri menn voru sakaðir um að reyna að fjárkúga hann.
Mathias Pogba er grunaður um að hafa tekið þátt í því að reyna kúga fé úr franska miðjumanninum sem er bróður hans.
Pogba sagði frá því í yfirheyrslu við lögreglu að í mars á þessu ári hefðu vopnaðir menn ráðist að honum og heimtað fjármuni. Pogba lét þá fá tæpar 14 milljónir íslenskra króna.
Atvikið átt sér stað í úthverfi París og voru mennirnir vopnaðir skotvopnum. Mathias var með í ráðum samkvæmt fréttum.
„Ég var hræddur, mennirnir tveir miðuðu vopnum sínum að mér. Þegar þeir stóðu svona gegn mér þá sagði ég þeim að ég myndi borga,“ sagði Paul Pogba við lögreglu.
Mennirnir kröfðust 13 milljóna punda en hafa ekki fengið þá upphæð. Lögreglan vaktar Pogba og fjölskyldu hans á Ítalíu á meðan rannsókn málsins er í gangi.