Það stefnir í harðar deilur á milli Gerard Pique leikmanns Barcelona og Shakira einar frægustu tónlistarkonu í heimi en parið skildi á þessu ári og reynir nú að leysa málin með hjálp lögfræðinga.
Pique og Shakira hittust með lögmönnum um helgina þar sem farið var yfir þau vandamál sem blassa við.
Shakira og Pique áttu saman tvö börn en Shakira fer fram á það að fá að búa í Miami en Pique er ekki sáttur með það.
Pique bannaði Shakira í sumar að fara með börnin til Miami í tvo mánuði en parið var gift áður en allt fór í bál og brand.
Bæði eru þau með færustu skilnaðar lögfræðinga Spánar í sínum röðum sem reyna nú eftir bestu getu að finna lausn til að skilnaðurinn geti runnið í gegn.
Shakira þarf að leysa fleiri vandamál því hún er sökum að hafa svikið undan skatti á Spáni frá 2012 til 2014 og að hún skuldi um 14 milljónir evra í skatt. Samkvæmt fréttum á Spáni gæti hennar beðið fangelsisvist ef hún verður fundin sek í málinu.