fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
433Sport

Skilur pirring leikmanna en hefði viljað fá málið á sitt borð – „Kannski geta fleiri KR-ingar litið í eigin barm í staðinn fyrir að bölsóttast úti í horni“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. september 2022 10:44

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR (fyrir miðju)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennalið KR féll í gær úr Bestu deild og niður í Lengjudeild. Það var endanlega staðfest með 3-5 tapi gegn Selfoss. Bæði þjálfari og fyrirliði KR hafa í kjölfarið gagnrýnt stjórnendur félagsins fyrir lélega umgjörð í kringum kvennaliðið. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir í samtali við 433.is að hann skilji að einhverju leyti gremju leikmanna og þjálfara en hann hefði frekar viljað fá kvartanir á sitt borð heldur en að lesa um þær í fjölmiðlum.

KR er aðeins með sjö stig á botni deildarinnar að sextán leikjum loknum. Þjálfari liðsins er Christopher Harrington. Hann tók við af Jóhannes Karl Sigursteinsson, sem sagði starfi sínu lausu fyrr á tímabilinu, meðal annars vegna slæmrar umgjörðar.

„Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR. Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera,” sagði Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, í samtali við RÚV eftir tapið í gær.

Harrington tók í svipaðan streng, er hann ræddi við Vísi. „Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvennabolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konum líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera. Þær skora þrjú mörk á móti Selfossi. Það dugir ekki til að vinna leikinn en þær gáfu allt og að lokum finn ég til með þeim því þær eiga skilið meira frá félaginu.“

Christopher Harrington. Mynd: KR

Sem fyrr segir ræddi Páll Kristjánsson málið við 433.is. Þar segir hann að hann skilji leikmenn og þjálfara að vissu leyti en að hann sé ekki sammála þeim í einu og öllu.

„Mér finnst fyrst og fremst vonbrigði að liðið skildi falla,“ segir Páll. „Það er kannski eðlilegt að fólk pirri sig á hinu og þessu en ég er ekki sammála að öllu leyti þó að það megi gera betur í öllu, hvort það er í karla- eða kvennaboltanum.“

Fyrr í sumar var KR gagnrýnt þar sem vantaði vallarþul á einn leik kvennaliðsins, sem og að vallarklukkan hafi bilað.

„Það getur komið fyrir bæði karla- og kvennamegin að vallarklukkan bili. Svo kom upp það óheppilega tilvik að það vantaði vallarþul á einn leik. Það er vissulega ekki nógu gott, en almennt hefur verið hugað vel að undirbúningi hjá bæði kvenna- og karlaliðinu. Ég held að þetta endurspeglist að einhverju leyti í pirringi yfir árangri liðsins, sem er allt í lagi.“

Páll hefði frekar viljað fá leikmenn til sín með vandamálin heldur en að þau séu í fjölmiðlum.

„Það er aldrei gott þegar menn geta ekki rætt málin innbyrðis. Það er búið að benda á hitt og þetta og menn reynt að bæta það. En ég held að það sé aðallega vonbrigði hjá öllum aðilum að falla. Það er búið að leggja mikið í þetta lið og árangurinn bara ekki nægilega góður. Það endurspeglast að einhverju leyti í pirrings-viðtali vegna árangursins.

Við erum alltaf að reyna að bæta okkur en félag eins og KR er rekið af sjálfboðaliðum. Ég kann betur við þá nálgun að þakka þeim sjálfboðaliðum fyrir sem koma og vinna vinnuna í staðinn fyrir að pönkast í þeim sem gefa vinnu sína dag og nótt og reyna að vinna vinnuna eins vel og hægt er. Kannski geta fleiri KR-ingar litið í eigin barm og hugsað með sér „get ég gert eitthvað meira fyrir félagið?“ í staðinn fyrir að bölsóttast úti í horni.“

Páll segir þó sjálfsagt að stjórnendur reyni að gera betur, sé þess þörf. „Ef einhverjum leikmönnum finnst ekki nógu vel gert þá viljum við gera betur. En sjálfboðaliðar eru takmörkuð auðlind.“ 

Þá segir hann að fleiri sjálfboðaliðar fáist karlamegin. „Það er bara staðreynd,“ segir hann, en bendir á að það vanti yfirleitt fleiri sjálfboðalið þar einnig.

„Þetta er ekkert bundið við meistaraflokk kvenna. Það eru öll lið að glíma við vandamál í sjálfboðavinnu. Svo þegar illa gengur er enn erfiðara að manna þessar stöður. Þetta hefur verið erfitt sumar hjá kvennaliðinu og líka karlaliðinu, sem skilar sér í verri mætingu og færri sjálfboðaliðum.“

Þá segir Páll að leiktímar hjá kvennaliði KR í sumar hafi ekki hjálpað til.

„Kvennaliðið hefur oft verið að spila seint á föstudögum og við sem fylgjumst með vitum hvað gerist á föstudögum yfir sumartímann. Það er bara mjög erfitt að manna þetta.

Það er leiðinlegt að stelpurnar skildu upplifa þetta svona. Ég hefði frekar verið til í að fá símtalið og spjallið en stundum þarf að hrista upp í hlutunum með þessu. Ef þær halda að þær séu að gera rétt með þessu þá er það bara þannig,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

FH-ingar að missa annan lykilmann

FH-ingar að missa annan lykilmann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sparkar heimsfrægum kærastanum og snýr aftur í Love Island

Sparkar heimsfrægum kærastanum og snýr aftur í Love Island
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“
433Sport
Í gær

Gaf skondið svar þegar hann var spurður út í titilbaráttuna: ,,Veit ekki einu sinni hvað það er“

Gaf skondið svar þegar hann var spurður út í titilbaráttuna: ,,Veit ekki einu sinni hvað það er“
433Sport
Í gær

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“
433Sport
Í gær

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar