Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley lagði upp sigurmark liðsins gegn Bristol í næst efstu deild Englands um helgina.
Jóhann snéri aftur á knattspyrnuvöllinn á dögunum eftir sjö mánaða fjarveru og hefur verið að finna sitt gamla form hjá Burnley.
Jóhann kom inn sem varamaður í leiknum og lagði upp sigurmark fyrir Jay Rodriguez sem skallaði knöttinn í netið.
Kantmaðurinn er ekki í íslenska landsliðinu sem kemur saman í dag en eftir langa fjarveru er Jóhann að koma sér á rétt ról.
Stoðsendingu Jóhanns má sjá hér að neðan.