Japaninn Shoya Nakajima átti ömurlega innkomu í sínum fyrsta leik fyrir tyrkneska félagið Antalyaspor á laugardag. Þá fékk hann rautt spjald aðeins tuttugu sekúndum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Hinn 28 ára gamli Nakajima gekk í raðir Antalyasport frá Porto á dögunum og var að spila sinn fyrsta leik. Lið hans var 1-0 undir eftir klukkutíma leik gegn Adana Demirsport og ákveðið að seja hann inn á. Þess má geta að Birkir Bjarnason leikur með Adana.
Nakajima ætlaði klárlega að setja mark sitt á leikinn strax og átti rosalega tæklingu eftir aðeins tuttugu sekúndur inni á vellinum. Með aðstoð myndbandsdómgæslu var hann rekinn af velli með beint rautt spjald.
Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Nakajima var fjölskylda hans í stúkunni, mætt til að fylgjast með frumraun leikmannsins.
Móðir hans trúði ekki sínum eigin augum og felldi tár vegna atviksins.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
The worst debut in history?
Shoya Nakajima comes on and then gets sent off 20 seconds later 😖
Check out his family’s reaction in the stands 😬pic.twitter.com/YgMZI8oUT4
— Football Transfers (@Transfersdotcom) September 18, 2022