Luis Campos, tæknilegur ráðgjafi Paris Saint-Germain, harðneitar því að Kylian Mbappe hafi reynt að koma Neymar burt frá félaginu í sumar.
Talað var um það um tíma að Mbappe vildi Neymar burt en samband þeirra er oft sagt vera mjög viðkvæmt.
Campos neitar þó þessum fregnum og segist aldrei hafa upplifað slæmt samband á milli leikmannana tveggja.
,,Nei ég hef aldrei heyrt um að Kylian hafi heimtað Neymar burt. Við treystum á alla þessa þrjá leikmenn,“ sagði Campos og átti við Mbappe, Neymar og Lionel Messi.
,,Kylian var besti leikmaður heims, Messi var að aðlagast og Neymar er meiddur. Kylian hélt liðinu saman. Hann er risastór leikmaður fyrir okkur.“
,,Neymar er líka mjög góður leikmaður og við efumst ekki um það. Það sem ég hafði heyrt áður, ég hlýt að hafa heyrt vitlaust því hann mætir alltaf á réttum tíma.“