Benjamin Pavard, leikmaður franska landsliðsins, er ekkert lítið hrifinn af landsliðsþjálfaranum Didier Deschamps.
Deschamps var sá maður sem kom Pavard inn í franska landsliðið en hann leikur í dag með Bayern Munchen.
Pavard segir að enginn hafi sýnt sér áhuga áður en Deschamps heyrði nafn hans og í dag á hann að baki 45 landsleiki fyrir Frakkland.
Pavard er enn aðeins 26 ára gamall og er einn sá fyrsti á blað er Deschamps velur byrjunarlið franska liðsins.
,,Við erum mjög nánir, ef hann hefur eitthvað að segja þá nefnir hann það við mig. Hann er mjög mikilvægur og horfði á mig þegar ég lék með Stuttgart og enginn annar mætti,“ sagði Pavard.
,,Ég skulda honum svo mikið. Ég myndi deyja fyrir hann á vellinum.“