Fyrir lok félagaskiptagluggans um síðustu mánaðarmót gekk Pierre-Emerick Aubameyang í raðir Chelsea frá Barcelona.
Hinn 33 ára gamli Aubameyang hafði aðeins verið hjá Barcelona síðan í janúar en félagið þurfti að losa um fjármuni og seldi leikmanninn til Chelsea.
Sóknarmaðurinn var áður hjá Arsenal, þaðan sem hann fór til Barcelona.
Aubameyang hefur spilað tvo leiki með Chelsea en á enn eftir að skora.
Nýtt myndband af honum hefur vakið mikla athygli. Þar dansar hann í Chelsea búningi og virðist vera búinn að klæða alla stórfjölskylduna í treyju félagsins einnig.
Það er spurning hvar stuðningsmönnum Arsenal finnst um þetta, en Aubameyang var fyrirliði Norður-Lundúnaliðsins.
Wonder what Arsenal fans are feeling seeing this @Auba video clip. pic.twitter.com/9aWtzPSH2s
— Frank Khalid (@FrankKhalidUK) September 18, 2022