Marcos Rojo, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur misst fyrirliðabandið hjá Boca Juniors í einn mánuð.
Rojo er harður í horn að taka og fékk að líta rautt spjald í stórslag við Giver Plate á dögunum fyrir heimskulegt brot.
Argentínska knattspyrnusambandið ákvað að dæma Rojo í eins leiks bann og banna honum einnig að bera bandið næsta mánuðinn.
Þetta þykir vera ansi athyglisverð refsing en Rojo er fyrirliði Boca enda um mjög reynslumikinn leikmann að ræða.
Hann má ekki vera fyrirliði liðsins fyrr en 12. október næstkomandi er liðið spilar við Sarmiento.
Rojo er 32 ára gamall og er þekktastur fyrir tíma sinn sem leikmaður Man Utd á Englandi.