Kjartan Henry Finnbogason leikmaður KR var ekki í 18 manna leikmannahópi Rúnars Kristinssonar í Bestu deildinni.
Þessi öflugi framherji hefur lítið fengið að spila síðustu vikur en segir engar útskýringar liggja fyrir. „Ég er auðvitað bara leiður og hissa,“ segir Kjartan um stöðu mála í samtali við Fréttablaðið.
Kjartan Henry hefur átt frábæran feril en snéri heim úr atvinnumennsku í fyrra til að spila með uppeldisfélaginu.
„Persónulega hefði ég haldið að það væri heiðarlegt og hreinskilið að að eiga eitthvað samtal um þetta, það væri vænlegra til árangurs.“
Kjartan segir við Fréttablaðið að staðan sé óljós. „Ef það á að bola mér út, þá er það bara þannig. Við sjáum hvað gerist eftir tímabilið,“ segir Kjartan.