Stan Collymore, sem lék meðal annars með Liverpool á leikmannaferli sínum, er mjög hrifinn af ráðningu jamaíska knattspyrnusambandsins á Heimi Hallgrímssyni sem þjálfara karlalandsliðsins.
Heimir var skömmu fyrir helgi formlega ráðinn þjálfari Jamaíka. Eins og flestir vita kom Heimi íslenska karlalandsliðinu á bæði lokakeppni EM og HM.
Collymore kom hingað til lands árið 2017 til að rannsaka hvað liggur að baki árangri eins smárrar þjóðar og Íslands í alþjóðaknattspyrnu. Hann er Íslendingum því góðkunnur.
„Mjög flott ráðning hjá jamaíska knattspyrnusambandinu á Heimi Hallgrímssyni. Ef hann fær leikmenn og stuðningsmen nmeð sér í að búa til samheldið lið innan sem utan vallar getur Jamaíka vel farið á HM eftir fjögur ár. Þetta er mjög góð ráðning að mínu mati,“ skrifar Collymore á Twitter-reikning sinn og birtir mynd af sér með Heimi og Guðna Bergssyni frá tíma sínum hér.
Very wise move by the Jamaican FA getting Heimir Hallgrimsson as their Head Coach.
If he gets the players and supporters as involved in creating a unified team on and off the pitch then Jamaica may well be in Mex/USA/Can 4 years from now.
Very good appointment IMO. 👍🏽 pic.twitter.com/BizfmizNOV
— Stan Collymore (@StanCollymore) September 18, 2022