Oliver Kahn, stjórnarformaður Bayern Munchen, hefur áhyggjur af hugarfari leikmanna liðsins eftir slæma byrjun á tímabilinu.
Bayern tapaði 1-0 gegn Augsburg í Bundesligunni í gær og hefur nú ekki unnið í fjórum deildarleikjum í röð.
Kahn tekur fram að starf Julian Nagelsmann, stjóra Bayern, sé ekki í hættu og að hann hafi áhyggjur eins og aðrir.
Þessi fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands skaut þó á viðhorf leikmanna Bayern sem gætu verið að vanmeta deildina.
,,Við höfum enn mikla trú á Julian, auðvitað hefur hann áhyggjur eins og allir aðrir. Við erum á vondum stað,“ sagði Kahn.
,,Sumir leikmenn eru örugglega á því máli að það sé hægt að taka Bundesligunni auðveldlega en það er ekki hægt.“