Jean-Clair Todibo, leikmaður Nice, lenti í ótrúlegu atviki í gær er hann lék með liðinu gegn Angers.
Leikurinn fór af stað og eftir aðeins níu sekúndur var búið að reka varnarmanninn af velli.
Dómari leiksins ákvað að Todibo hafi stöðvað leikmann Angers frá því að komast einn gegn markmanni og sendi hann í sturtu.
Nice tapaði þessum leik að lokum 1-0 en Nabil Bentaleb skoraði eina markið fyrir Angers á 43. mínútu.
Todibo var alls ekki ánægður með ákvörðunina og kvartaði á samskiptamiðlum eftir leik.
Todibo red card pic.twitter.com/dRAQwQcYuH
— Job (@jobb024) September 18, 2022