Ungur stuðningsmaður í Moldavíu var heldur betur heppinn í síðustu viku þegar hann hitti Cristiano Ronaldo, stjörnu Manchester United.
Þetta var fyrir leik United gegn Sheriff í Moldavíu. Er Ronaldo og restin af leikmönnum enska liðsins voru á leið út í liðsrútuna náði ungur stuðningsmaður að komast framhjá öryggisgæslunni og að Portúgalanum.
Ronaldo tók vel í þetta, faðmaði strákinn og gaf honum eiginhandarátitun. Myndband af þessu má sjá hér neðar.
United vann leikinn, sem fram fór á fimmtudag, 0-2. Ronaldo skoraði í leiknum, en þetta var hans fyrsta mark á tímabilinu.
Portúgalinn reyndi í allt sumar að komast frá United en það tókst hins vegar ekki. Hann þarf að sætta sig við að vera í aukahlutverki undir stjórn Erik ten Hag í bili.
When a lucky little fan met cristiano Ronaldo❤️❤️❤️#cristianoronaldo pic.twitter.com/12s391ZLjz
— Mohammed Rafi (@Rafi_mohammed1) September 18, 2022