Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, neitaði að samþykkja beiðni stuðningsmanns í leik gegn Sheriff í vikunni.
Þessi lið áttust við í Evrópudeildinni en Man Utd hafði betur 2-0 þar sem Ronaldo skoraði eitt af mörkunum.
Í hálfleik reyndi ung kona að fá mynd af sér með Ronaldo sem sýndi því engan áhuga og labbaði beint í leikmannagönginn.
Ronaldo hefur verið gagnrýndur fyrir þessa hegðun en það er mörgum sem dreymir um að fá að hitta hetjuna sína og óttast svona viðbrögð.
Leikurinn var hins vegar ekki búinn og var Ronaldo að einbeita sér að öðru og eru margir sem skilja ákvörðun leikmannsins að taka ekki sjálfsmynd á þessum tímapunkti.
Atvikið má sjá hér.
A fan asked Ronaldo for a picture during the halftime of the United game but he refused to take it… pic.twitter.com/qYIRsvmtQU
— LSPN FC (@LSPNFC_) September 15, 2022