Goðsögnin Iker Casillas er ekki á því máli að Alisson sé á meðal fimm bestu markmanna heims.
Alisson leikur með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og er af mörgum talinn vera einn sá besti í heimi.
Casillas er einn besti markvörður sögunnar en hann gerði garðinn frægan með bæði Real Madrid og spænska landsliðinu.
Ederson, landi Alisson, frá Brasilíu og markmaður Manchester City er í öðru sæti listans en Thibaut Courtois hjá Real er á toppnum.
Hér má sjá listann sem Casillas setti saman í samstarfi við 433.
1. Thibaut Courtois (Real Madrid)
2. Edersen (Man City)
3. Jan Oblak (Atletico Madrid)
4. Marc-Andre ter Stegen (Barcelona)
5. Manuel Neuer (Bayern Munchen)