Dusan Tadic, leikmaður Ajax, hefur tjáð sig um óhugnanlegt atvik sem átti sér stað þann 28. júlí síðastliðinn.
Þrír menn réðust þá að Tadic við heimili hans en slagsmál brutust út í kjölfarið þar sem Serbinn neitaði að gefa eftir.
Tadic stóð svo sannarlega fyrir sínu í þessum slagsmálum en hann var einn gegn þremur mönnum og slapp nokkuð ómeiddur.
Plan árásarmannana var að ræna heimili Tadic sem er frægur knattspyrnumaður og lék um tíma með Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
,,Ég var úti að borða með vini mínum. Þeir höfðu merkt bílinn minn svo þeir gátu fylgst með því hvert ég væri að keyra,“ sagði Tadic.
,,Þegar ég kom heim þá reyndu tveir menn að ráðast á mig og ég náði að hlaupa burt í um 400 metra. Ég var klæddur í jakkaföt en ég var samt fljótari en þeir.“
,,Þeir settust á vespurnar sínar og náðu mér að lokum og þá hófust slagsmálin. Ég náði að landa nokkrum höggum.“
,,Einn af þeim náði að grípa um hálsinn á mér en ég svaraði með olnbogaskoti. Eftir það þá náði ég að spretta burt og þeir fundu mig ekki aftur.“
,,Eftir á þá áttarðu þig á því að hlutirnir hefðu getað endað öðruvísi. Þú ert fullur af adrenalíni og byrjar bara að slást.“
,,Jafnvel ef þeir hefðu hótað mér með byssum þá hefði ég aldrei gefist upp. Ég er fæddur í Serbíu og sem krakki lenti ég í mörgum slagsmálum. Mér leið vel.“