fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Var úti að borða og fann þrjá árásarmenn heima hjá sér – ,,Mér leið vel“

433
Sunnudaginn 18. september 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dusan Tadic, leikmaður Ajax, hefur tjáð sig um óhugnanlegt atvik sem átti sér stað þann 28. júlí síðastliðinn.

Þrír menn réðust þá að Tadic við heimili hans en slagsmál brutust út í kjölfarið þar sem Serbinn neitaði að gefa eftir.

Tadic stóð svo sannarlega fyrir sínu í þessum slagsmálum en hann var einn gegn þremur mönnum og slapp nokkuð ómeiddur.

Plan árásarmannana var að ræna heimili Tadic sem er frægur knattspyrnumaður og lék um tíma með Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

,,Ég var úti að borða með vini mínum. Þeir höfðu merkt bílinn minn svo þeir gátu fylgst með því hvert ég væri að keyra,“ sagði Tadic.

,,Þegar ég kom heim þá reyndu tveir menn að ráðast á mig og ég náði að hlaupa burt í um 400 metra. Ég var klæddur í jakkaföt en ég var samt fljótari en þeir.“

,,Þeir settust á vespurnar sínar og náðu mér að lokum og þá hófust slagsmálin. Ég náði að landa nokkrum höggum.“

,,Einn af þeim náði að grípa um hálsinn á mér en ég svaraði með olnbogaskoti. Eftir það þá náði ég að spretta burt og þeir fundu mig ekki aftur.“

,,Eftir á þá áttarðu þig á því að hlutirnir hefðu getað endað öðruvísi. Þú ert fullur af adrenalíni og byrjar bara að slást.“

,,Jafnvel ef þeir hefðu hótað mér með byssum þá hefði ég aldrei gefist upp. Ég er fæddur í Serbíu og sem krakki lenti ég í mörgum slagsmálum. Mér leið vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði