Sveinn Aron Guðjohnsen nýtti tækifærið í Svíþjóð í dag er Elfsborg vann 3-0 heimasigur á Sirius.
Sveinn Aron kom inná sem varamaður á 38. mínútu eftir meiðsli Per Frick og skoraði þriðja mark liðsins á 75. mínútu.
Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Elfsborg og þeir Aron Bjarnason og Óli Valur Ómarsson léku einnig með Sirius í tapinu.
Alfreð Finnbogason er að komast í gang og var í eldlínunni í Danmörku er Lyngby mætti liði OB. Sævar Atli Magnússon lék einnig allan leikinn með Lyngby.
Alfreð spilaði 77 mínútur í 2-0 tapi Lyngby og kom Aron Elís Þrándarson við sögu hjá OB undir lokin.
Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp á sama tíma fyrir FC Kaupmannahöfn sem tapaði 2-1 gegn Midtjylland.
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK ásamt Ísak en þeir fóru báðir af velli í síðari hálfleik.
Önnur stoðsending var á boðstólnum í Hollandi er Willum Þór Willumsson lagði upp fyrra mark Go Ahead Eagles í sigri á FC Emmen, 2-0.
Í Grikklandi var Sverrir Ingi Ingason allan tímann í hjarta varnarinnar hjá PAOK sem gerði 1-1 jafntefli við OFI Crete. Guðmundur Þórarinsson lék síðustu 10 mínúturnar fyrir OFI Crete.