fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Sveinn Aron skoraði í sigri Elfsborg – Ísak og Willum með stoðsendingar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. september 2022 21:35

Sveinn Aron í leik með íslenska landsliðinu Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Aron Guðjohnsen nýtti tækifærið í Svíþjóð í dag er Elfsborg vann 3-0 heimasigur á Sirius.

Sveinn Aron kom inná sem varamaður á 38. mínútu eftir meiðsli Per Frick og skoraði þriðja mark liðsins á 75. mínútu.

Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Elfsborg og þeir Aron Bjarnason og Óli Valur Ómarsson léku einnig með Sirius í tapinu.

Alfreð Finnbogason er að komast í gang og var í eldlínunni í Danmörku er Lyngby mætti liði OB. Sævar Atli Magnússon lék einnig allan leikinn með Lyngby.

Alfreð spilaði 77 mínútur í 2-0 tapi Lyngby og kom Aron Elís Þrándarson við sögu hjá OB undir lokin.

Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp á sama tíma fyrir FC Kaupmannahöfn sem tapaði 2-1 gegn Midtjylland.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK ásamt Ísak en þeir fóru báðir af velli í síðari hálfleik.

Önnur stoðsending var á boðstólnum í Hollandi er Willum Þór Willumsson lagði upp fyrra mark Go Ahead Eagles í sigri á FC Emmen, 2-0.

Í Grikklandi var Sverrir Ingi Ingason allan tímann í hjarta varnarinnar hjá PAOK sem gerði 1-1 jafntefli við OFI Crete. Guðmundur Þórarinsson lék síðustu 10 mínúturnar fyrir OFI Crete.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði