fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Starfið í verulegri hættu eftir slæmt tap í gær – Ekkert lið fengið fleiri mörk á sig

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. september 2022 12:22

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, er nú undir gríðarlegri pressu eftir ömurlega byrjun á tímabilinu.

Leicester átti alls ekki góðan sumargluggan en buddan hjá félaginu er í raun tóm og fékk liðið lítinn liðsstyrk fyrir nýtt tímabil.

Rodgers er að vinna með nokkuð vængbrotinn hóp en liðið missti til að mynda Wesley Fofana til Chelsea og Kasper Schmeichel til Nice.

Enskir miðlar segja að Rodgers sé nú undir mikilli pressu og verður mögulega rekinn ef liðið tapar næsta leik.

Leicester tapaði 6-2 gegn Tottenham í ensku deildinni í gær og er með eitt stig á botni úrvalsdeildarinnar eftir sjö leiki.

Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri mörk en Leicester sem er með markatöluna 10:22 og með eitt stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði