Brendan Rodgers, stjóri Leicester, er nú undir gríðarlegri pressu eftir ömurlega byrjun á tímabilinu.
Leicester átti alls ekki góðan sumargluggan en buddan hjá félaginu er í raun tóm og fékk liðið lítinn liðsstyrk fyrir nýtt tímabil.
Rodgers er að vinna með nokkuð vængbrotinn hóp en liðið missti til að mynda Wesley Fofana til Chelsea og Kasper Schmeichel til Nice.
Enskir miðlar segja að Rodgers sé nú undir mikilli pressu og verður mögulega rekinn ef liðið tapar næsta leik.
Leicester tapaði 6-2 gegn Tottenham í ensku deildinni í gær og er með eitt stig á botni úrvalsdeildarinnar eftir sjö leiki.
Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri mörk en Leicester sem er með markatöluna 10:22 og með eitt stig.