Marco Reus, leikmaður Dortmund, mun líklega missa af HM í Katar í lok árs eftir að hafa meiðst í leik gegn Schalke í gær.
Reus hefur þurft að glíma við ófá meiðsli á ferlinum en það þurfti að bera hann af velli í 1-0 sigri liðsins í gær.
Reus leit út fyrir að vera sárþjáður áður en sjúkraliðar báru hann af velli og er ekki líklegt að hann spili í lokakeppninni í Katar.
Reus er 33 ára gamall en hann missti einnig af HM árið 2014 sem og EM árið 2016 og 2020.
Það eru tveir mánuðir í að HM í Katar fari fram og verður Þýskaland að öllum líkindum án sóknarmannsins í keppninni.
Reus grét er hann var borinn af velli í gær en hann á að baki 48 landsleiki fyrir Þýskaland.