fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Sorgarsagan heldur áfram: Missir líklega af enn einu stórmótinu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. september 2022 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marco Reus, leikmaður Dortmund, mun líklega missa af HM í Katar í lok árs eftir að hafa meiðst í leik gegn Schalke í gær.

Reus hefur þurft að glíma við ófá meiðsli á ferlinum en það þurfti að bera hann af velli í 1-0 sigri liðsins í gær.

Reus leit út fyrir að vera sárþjáður áður en sjúkraliðar báru hann af velli og er ekki líklegt að hann spili í lokakeppninni í Katar.

Reus er 33 ára gamall en hann missti einnig af HM árið 2014 sem og EM árið 2016 og 2020.

Það eru tveir mánuðir í að HM í Katar fari fram og verður Þýskaland að öllum líkindum án sóknarmannsins í keppninni.

Reus grét er hann var borinn af velli í gær en hann á að baki 48 landsleiki fyrir Þýskaland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði