fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Skilur valið á Maguire en undrandi að annar leikmaður Man Utd sé í hópnum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. september 2022 14:30

Luke Shaw og Harry Maguire Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, er undrandi yfir því að Luke Shaw hafi verið valinn í enska landsliðshópinn fyrir komandi verkefni.

Shaw var valinn í 28 manna hóp Englands fyrir verkefni í Þjóðadeildinni gegn bæði Ítalíu og Þýskalandi.

Shaw var valinn ásamt liðsfélaga sínum hjá Manchester United, Harry Maguire, en þeir hafa báðir ekki verið sannfærandi í byrjun tímabils.

Báðir leikmenn fá ekki reglulega að spila á Old Trafford en Merson er meira hissa á því að Shaw hafi verið valinn frekar en Maguire.

Merson telur að valið á Maguire sé skiljanlegt en ekki Shaw sem hefur tekið þátt í tveimur deildarleikjum til þessa.

,,Ég var ekki hissa yfir valinu á Maguire, hann er stór hluti af enska liðinu og hvernig þeir spila undir Gareth Southgate,“ sagði Merson.

,,Ég var hins vegar steinhissa yfir valinu á Luke Shaw ef ég á að vera hreinskilinn. Miðað við alla þessa bakverði sem við eigum, ég var hissa en ekki með Maguire.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði