Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, hefur tjáð sig um þær sögusagnir að hann sé að fá sparkið frá félaginu.
Juventus hefur ekki verið sannfærandi undir Allegri á tímabilinu og tapaði liðið til að mynda 2-1 heima gegn Benfica í Meistaradeildinni í miðri viku.
Það er ekki fyrsta sinn sem þessi 55 ára gamli stjóri er orðaður við brottrekstur og hefur hann gaman að sögusögnununum í dag.
Juventus er í áttunda sætinu í Serie A og tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildnni.
,,Ég er ánægður að við séum að tala um brottrekstur Allegri aftur. Ég sakna þess því þetta skemmtir mér,“ sagði Allegri.
,,Allir gera mistök, ég geri fleiri mistök en aðrir en núna þurfum við að hugsa skýrt.“