Það er ólíklegt að Romelu Lukaku muni snúa aftur til Chelsea næsta sumar eftir lánsdvöl hjá Inter Milan.
Blaðamaðurinn virti Gianluca Di Marzio greinir frá þessu en Lukaku var fenginn aftur til Inter í sumar eftir stutt stopp á Englandi.
Lukaku kostaði Chelsea um 100 milljónir pund á síðasta ári en eftir svekkjandi fyrsta tímabil vildi hann komast burt.
Di Marzio segir að félögin muni reyna að komast að samkomulagi um að Lukaku spili áfram með Inter sem kostar félagið níu milljónir punda.
Inter borgaði Chelsea sjö milljónir punda fyrir Lukaku á þessu tímabili en þyrfti að hækka verðið til að eignast hann í annað ár.
Di Marzio bendir á að Lukaku hafi gert allt til að komast aftur til Ítalíu í sumar og að það hafi ekki komið til greina að vera áfram á Stamford Bridge.