Nafn Ole Gunnar Solskjær hefur verið nefnt hjá Brighton sem er án stjóra þessa stundina.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Jeanues Footeux en Solskjær er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United.
Brighton er að leita að nýjum stjóra en Graham Potter yfirgaf félagið nýlega til að taka við Chelsea.
Solskjær er nafn sem er á lista hjá stjórn Brighton en líklegast er að Roberto De Zerbi taki við.
De Zerbi stýrði síðast liði Shakhtar Donetsk í Úkraínu en gerði fyrir það góða hluti á Ítalíu.
Solskjær hikar ekki við að nota unga leikmenn hjá sínum liðum og er það eitthvað sem heillar Brighton og kemur hann því til greina.